Þessi síða notar cookies til þess að sníða efni og innihald betur að hverjum notanda. Með notkun þinni á síðunni samþykkir þú notkun cookies. Vinsamlegast lesið friðhelgisstefnuna til þess að fá frekari upplýsingar um notkun cookies og hvernig mögulegt er að eyða þeim eða blokka.
  • Innri endurskoðun

Innri endurskoðun

•Við höfum mikinn áhuga á innra eftirliti og góðum stjórnarháttum og fylgjumst vel með nýjungum og faglegri umræðu, bæði hérlendis og erlendis. 

•Við erum félagar í The Institute of Internal Auditors og Félagi innri endurskoðenda ásamt því að vera endurskoðendur þess félags.

•Við erum aðilar að Viðskiptaráði Íslands og höfum tekið þátt í starfshópi um stjórnarhætti sem stendur að útgáfu leiðbeininga um góða stjórnarhætti.

• Við höfum sinnt kennslu í endurskoðun, innra eftirliti og góðum stjórnarháttum um árabil, í háskólasamfélaginu, fyrir kollega okkar, viðskiptavini og aðra aðila.

•Við höfum sem ytri endurskoðendur fjármálafyrirtækja unnið náið með innri endurskoðendum og yfirfarið þeirra vinnu.

•Við höfum komið að uppbyggingu innri endurskoðunardeilda í fyrirtækjum og sinnt störfum innri endurskoðenda innan fyrirtækja.

•Við höfum innsýn í störf innri endurskoðunardeilda fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum og höfum komið að endurskoðun fjármálafyrirtækis sem var undir danskri/færeyskri löggjöf og eftirliti Finanstilsynet í Danmörku.