BDO fyrirmyndarfyrirtæki 2013
27.05.13
BDO er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR.
Við erum mjög stolt af þessum árangri og trúum því að góður vinnustaður skili sér í góðum verkum.
Um könnun VR
Könnun VR mælir viðhorf starfsmanna til átta lykilþátta á sínum vinnustað; trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd og ánægju og stolts af vinnustað. Einkunn er gefin fyrir hvern þátt frá einum og upp í fimm og saman mynda þær svo heildareinkunn fyrirtækisins.