Hjá BDO ehf. starfa 22 starfsmenn í að meðaltali 20 starfsgildum. Af þeim eru 3 löggiltir endurskoðendur.
Því til viðbótar hefur BDO á Íslandi aðgang að sérfræðingum á skrifstofum BDO um allan heim, en þær 1.728 í 167 löndum og landsvæðum og þar vinna rúmlega 97.000 manns.
Markmið BDO ehf. er að efla þekkingu og reynslu, en lykillinn að því er að ráða inn öflugt starfsfólk. Til að stuðla að stöðugum vexti fyrirtækisins er lögð áhersla á starfsánægju, gott starfsumhverfi, skemmtilegan vinnustað og markvissa starfsþróun.
BDO vill skapa áhugaverðan vinnustað og vinnur stöðuglega að því að efla hæfni starfsmanna með þjálfun og tækifærum til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
BDO vill vera þekkt sem fjölskylduvænt fyrirtæki, m.a. með því að móta starfsumhverfi með gagnkvæmum sveigjanleika.