Þessi síða notar cookies til þess að sníða efni og innihald betur að hverjum notanda. Með notkun þinni á síðunni samþykkir þú notkun cookies. Vinsamlegast lesið friðhelgisstefnuna til þess að fá frekari upplýsingar um notkun cookies og hvernig mögulegt er að eyða þeim eða blokka.
  • Saga BDO

    Ungt íslenskt félag á yfir aldar gömlum, traustum, alþjóðlegum grunni 

Saga BDO

Saga BDO er orðin löng og farsæl. BDO á rætur sínar að rekja til ársins 1910 er það var stofnað undir merkjum Seidman and Seidman í New York af Maximillian L. (M.L.) Seidman, þegar Maximilian Seidman opnaði stofu í einu herbergi í New York en stéttin taldi þá rétt yfir 2.000 manns í Bandaríkjunum öllum. Innan tíðar hafði fyrirtækið víkkað þjónustsvið og aukið við starfsemina, með skrifstofur um gjörvöll Bandaríkin.  

Saga BDO er saga sífelldrar aðlögunar að breyttu umhverfi og breytilegum þörfum viðskiptavina sinna.
Hið eiginlega alþjóðlega samstarf BDO hófst árið 1963 þegar fyrirtæki frá Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kanada sameinuðu krafta sína til að deila þekkingu og þróa kunnáttu sína viðskiptavinum sínum til frekari hagsbóta.

Frá 1963 var BDO þekkt undir nafninu „Binder Seidman International Group“ til ársins 1973 er nafninu var breytt í „Binder Dijker Otte & Co: BDO".

Stoðir BDO voru styrkar og umfang rekstrarins óx hratt án þess að missa sjónar á heimavellinum. Sem alþjóðlegt net sérfræðifyrirtækja var ákveðið að bæta skammstöfuninni BDO fyrir framan nafn hvers fyrirtækis, í hverju landi fyrir sig. Það, ásamt kynningu á nýju merki, sýndi og sannaði hversu vel staðbundin þekking hvers lands var samþætt alþjóðlegum styrkleika BDO-keðjunnar.

Árið 2009 var nafninu einfaldlega breytt í BDO. Var það gert til að undirstrika þann ásetning okkar að þjónusta viðskiptavini okkar á sem bestan hátt og standa í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. 

Í dag er BDO fimmta stærsta endurskoðunar-keðjan á heimsvísu, með ríflega 97.000 starfsmenn í  yfir 1.700 starfsstöðvum sem dreifast á 167 lönd. Velta á heimsvísu árið 2021 var USD 11,8 milljarðar.